top of page
Writer's pictureBjartur lífsstíll

Lífshlaupið hefst 7. febrúar 2024

  • Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sem höfðar til allra aldurshópa. 


  • Hreystihópar 67+ er nýr keppnisflokkur í ár. Flokkurinn heitir hreystihópar 67+ þar sem miðað er við formlegan eftirlaunaaldur. En allir sem eru 60 ára og eldri geta skráð sig í þennan hóp, þar sem félög eldri borgara eru opin öllum sem náð hafa 60 ára aldri. 



  • Skráning er hafin og hefjast leikar þann 7. febrúar. Lífshlaupið varir í þrjár vikur eða til 27. febrúar.

  • Bjartur lífsstíll hvetur alla þjálfara til þess að skrá sinn hóp / sína hópa til leiks. Einnig eru þeir sem eru að iðka hreyfingu í hópastarfi hvattir til þess að fá þjálfarann sinn til þess að skrá hópinn til leiks.

  • Hér finnur þú allar upplýsingar um skráningu.

  • Keppt verður í fimm flokkum eftir fjölda einstaklinga í hópum. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki.

  • Hægt er að hafa samband með því að senda póst á lifshlaupid@isi.is

58 views0 comments

Comments


bottom of page