Nú er laust starf verkefnastjóra hjá LEB. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um á vefnum alfred.is
Umsóknarfrestur er til 3. febrúar.

Viltu vinna að hagsmunum eldri borgara?
Landssamband eldri borgara (LEB) óskar eftir að ráða verkefnastjóra á skrifstofu LEB til að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði heilsueflingar og þekkingarmiðlunar.
Í starfinu felst umsjón og framkvæmd verkefna ásamt því að miðla upplýsingum og þekkingu.
Við leitum að verkefnastjóra með reynslu af því að skapa og viðhalda tengslum og eiga í samskiptum við fjölbreyttan hóp hagaðila.
Helstu verkefni og ábyrgð
Skipuleggja, samhæfa og fylgja eftir heilsutengdum verkefnum eldri borgara á landsvísu.
Skipuleggja viðburði, fundi og herferðir sem styðja við stefnu og málefni samtakanna.
Miðlun upplýsinga um starfsemi samtakanna, þ.m.t. á vefsvæði og samfélagsmiðlum.
Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af verkefnastjórnun.
Sjálfstæði, skipulagshæfni og fagmennska í starfi.
Framúrskarandi hæfni í samskiptum og lausnamiðað viðhorf.
Áhugi á bættum réttindum og velferð eldri borgara.
Færni og reynsla í notkun tölvukerfa, þ.m.t. Microsoft Office og samskiptaforrita.
Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
Fríðindi í starfi
Stytting vinnuviku. Sveigjanlegur vinnutími
Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar 2025
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri LEB, Oddný Árnadóttir í s. 898 4456 eða oddny@leb.is
Umsóknir skulu berast í gegnum Alfred.is
LEB vinnur að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldra fólks.
Comentários