Ásgerður guðmundsdóttir
Verkefnastjóri heilsueflingar
LEB Landsamband eldri borgara
Ásgerður Guðmundsdóttir
Fædd árið 1970, búsett í Garðabæ
Nám:
Að loknu framhaldsskólanámi af náttúrufræðibraut, lauk ég námi sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1995.
Hélt svo utan til Álaborgar í Danmörku og lauk þaðan BS námi í Sjúkraþjálfun árið 2001.
Atvinna:
Vann hjá Sjúkraþjálfun styrkur á árunum 2001-2004.
Stofnaði um veturinn 2004 fyrirtækið Vinnuheilsa ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnustaðaúttektum, fyrirlestrum og námskeiðum um rétta líkamsbeitingu og vellíðan við vinnu.
Hóf störf hjá Landsambandi eldri borgara (LEB) í janúar 2022.
Áhugamál:
Samvera með fjölskyldu og vinum.
Vinna við ráðgjöf og forvarnarfræðslu á sviði heilsueflingar.
Hef alla tíð haft mikla hreyfiþörf og stunda íþróttir og útivist af kappi. Kláraði t.d. Landvættina 2021. Stunda líkamsrækt og Yoga í Hress í Hafnarfirði.
Hef jafn gaman af að ferðast innanlans sem utanlands.
Ketill Helgason
Verkefnastjóri heilsueflingar
ÍSÍ Íþrótta- og ólympíusamband íslands
Ketill Helgason
Fæddur árið 1981, búsettur í hafnarfirði
Nám:
Menntaskólinn að Laugarvatni 2003, stúdents próf
Rafvirki 2006
Íþróttaakademíu Keilis (einkaþjálfaranám) 2018
Háskólinn í Reykjavík 2020-2023 BS.c í íþróttafræði
Atvinna:
Ólst upp á mjólkurbýli og vann þar við bústörf fram yfir menntaskóla aldur. Eftir stúdentspróf lærði ég rafvirkjan og lauk sveinsprófi 2006. Frá 2011 hef ég unnið við hin ýmsu störf og má þar nefna húsvörð í grunnskóla, útkeyrslu á lífrænu grænmeti&ávöxtum, umsjónarmann fasteigna hjá HK og margt margt fleira. Leiðin lá svo aftur að hreyfingu þegar ég kynntist útihreyfingu í gegnum vinnufélaga og þar með tók við þjálfun sem að hefur leitt mig á þann stað sem ég er í dag.
Ég hóf störf hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í maí 2023
Áhugamál:
Áhugi á hreyfingu var mikill á yngri árum en eins og svo oft kemur fyrir þá týndist hann þegar fullorðinsárin bönkuðu uppá. En áhuginn kom aftur og nú get ég ekki gert neitt nema að hafa komist út að hlaup og þá helst upp fell eða fjöll. Þjálfun er mikið áhugamál og er ég einn af þjálfurum Hlaupahóps FH auk þess að vera í þjálfarateymi Náttúruhlaupa. Ætli útivera og samvera með fjölskyldu og vinum sé ekki toppurinn á tilverunni.
Margrét Regína grétarsdóttir
er í barnseignarleyfi
Verkefnastjóri heilsueflingar
ÍSÍ Íþrótta- og ólympíusamband íslands
Margrét Regína Grétarsdóttir
Fædd árið 1993 á Ísafirði, en nú búsett í Kópavogi.
Nám:
Að loknu framhaldskólanámi af félagsfræðibraut lá leiðin í Hússtjórnarskólann í Reykjavík með útskrift þaðan árið 2013.
Árið 2015 hóf ég nám við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist með BS.c. í íþróttafræði árið 2018.
Í framhaldinu tók við tveggja ára meistaranám og útskrift með MS.c í íþróttavísindum og þjálfun árið 2020 frá Háskólanum í Reykjavík.
Atvinna:
Á námsárunum lagði ég stund á margvísleg þjálfunarstörf, sem dæmi, knattspyrnuþjálfun og styrktarþjálfun. Þá hef ég komið að þjálfun ýmissa hópa m.a. börn, íþróttafólk, eldra fólk og allt þar á milli, í formi einka-, eða hóptímaþjálfunar.
Ég hóf störf hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í janúar 2022.
Fór í barnseignarleyfi um miðjan maí 2023.
Áhugamál:
Ég er mikið fyrir hreyfingu, stunda knattspyrnu og líkamsrækt. Auk þess finnst mér gaman í fjallgöngum og utanvegarhlaupum.
Í frítíma mínum finnst mér fátt betra en að eiga dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum.