Ásgerður guðmundsdóttir
Verkefnastjóri heilsueflingar
LEB Landsamband eldri borgara
Ásgerður Guðmundsdóttir
Fædd árið 1970, búsett í Garðabæ
Nám:
Að loknu framhaldsskólanámi af náttúrufræðibraut, lauk ég námi sem íþróttakennari frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1995.
Hélt svo utan til Álaborgar í Danmörku og lauk þaðan BS námi í Sjúkraþjálfun árið 2001.
Atvinna:
Vann hjá Sjúkraþjálfun styrkur á árunum 2001-2004.
Stofnaði um veturinn 2004 fyrirtækið Vinnuheilsa ehf. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnustaðaúttektum, fyrirlestrum og námskeiðum um rétta líkamsbeitingu og vellíðan við vinnu.
Hóf störf hjá Landsambandi eldri borgara (LEB) í janúar 2022.
Áhugamál:
Samvera með fjölskyldu og vinum.
Vinna við ráðgjöf og forvarnarfræðslu á sviði heilsueflingar.
Hef alla tíð haft mikla hreyfiþörf og stunda íþróttir og útivist af kappi. Kláraði t.d. Landvættina 2021. Stunda líkamsrækt og Yoga í Hress í Hafnarfirði.
Hef jafn gaman af að ferðast innanlans sem utanlands.
Margrét Regína grétarsdóttir
er í barnseignarleyfi
Verkefnastjóri heilsueflingar
ÍSÍ Íþrótta- og ólympíusamband íslands
Margrét Regína Grétarsdóttir
Fædd árið 1993 á Ísafirði, en nú búsett í Kópavogi.
Nám:
Að loknu framhaldskólanámi af félagsfræðibraut lá leiðin í Hússtjórnarskólann í Reykjavík með útskrift þaðan árið 2013.
Árið 2015 hóf ég nám við Háskólann í Reykjavík og útskrifaðist með BS.c. í íþróttafræði árið 2018.
Í framhaldinu tók við tveggja ára meistaranám og útskrift með MS.c í íþróttavísindum og þjálfun árið 2020 frá Háskólanum í Reykjavík.
Atvinna:
Á námsárunum lagði ég stund á margvísleg þjálfunarstörf, sem dæmi, knattspyrnuþjálfun og styrktarþjálfun. Þá hef ég komið að þjálfun ýmissa hópa m.a. börn, íþróttafólk, eldra fólk og allt þar á milli, í formi einka-, eða hóptímaþjálfunar.
Ég hóf störf hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ) í janúar 2022.
Fór í barnseignarleyfi um miðjan maí 2023.
Áhugamál:
Ég er mikið fyrir hreyfingu, stunda knattspyrnu og líkamsrækt. Auk þess finnst mér gaman í fjallgöngum og utanvegarhlaupum.
Í frítíma mínum finnst mér fátt betra en að eiga dýrmætar samverustundir með fjölskyldu og vinum.