Breytingar á skrifstofu LEB
- Bjartur lífsstíll
- Apr 2
- 1 min read
Ásgerður Guðmundsdóttir, verkefnastjóri heilsueflingar og Bjarts lífsstíls hjá Landsambandi eldri borgara hefur nú skipt um starfsvettvang eftir 3ja ára starf hjá LEB. Hún hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri hjá Vinnuheilsa.is Auglýst var eftir nýjum verkefnastjóra hjá LEB. Ásta Sigurjónsdóttir var valin úr dágóðum hópi umsækjenda og hóf hún störf í mars 2025.
Fráfarandi verkefnastjóri hefur m.a. unnið ötullega að uppbyggingu verkefnisins Bjartur lífsstíll, í samstarfi við Margréti Regínu Grétarsdóttur, verkefnastjóra ÍSÍ. Ásgerður á mikinn heiður skilið fyrir það frábæra starf sem hún hefur skilað aðildarfélögum LEB og eru henni færðar innilega þakkir fyrir. Verkefnið Bjartur lífsstíll hefur slitið barnsskónum og er nú komið vel af stað. Til að mynda eru langflest sveitarfélög landsins komin með ábyrgðaraðila sem vinna að því að birta upplýsingar um hvaða hreyfing er í boði fyrir 60+ inná island.is og handbækur fyrir 60+, stjórnendur og þjálfara er að finna inná heimasíðunni bjartlif.is svo fátt eitt sé nefnt. Ásta Sigurjónsdóttir tekur því við góðu búi og mun halda áfram að sinna því góða starfi sem grunnur hefur verið lagður að.

Frá vinstri: Ásgerður Guðmundsdóttir, fráfarandi verkefnastjóri, Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri LEB og Ásta Sigurjónsdóttir, nýráðinn verkefnastjóri.
Comentarios