Samstarfsverkefni
Í loka janúarmánaðar hófst samstarf verkefnastjóra frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu, Landssambandi eldri borgara, Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, embætti landlæknis og Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. Samstarfsverkefnið er sprottið út frá hluta af aðgerðaráætlun verkefnisins
Gott að eldast (B1, C1 og C3) og Bjartur lífsstíll.
Hreyfiframboð 60+
Ætlunin er að birta upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu á einum stað. Um er að ræða app eða heimasíðu sem mun brúa bilið á milli þeirra sem leita eftir þjónustu og þeirra sem standa fyrir hreyfitilboðum.
Ávinningur
Vinnuhópurinn mun hanna leiðbeiningar fyrir þá þjónustuaðila sem vilja birta skilvirkar upplýsingar um hreyfingu, sem verða uppfærðar í hvert sinn sem breytingar eiga sér stað. Ávinningur gæti orðið margþættur, sem dæmi fyrir fagaðila sem geta vísað fólki í viðeigandi þjálfun og fyrir fólk sem getur fundið hreyfingu við sitt hæfi í sínu nærumhverfi.
Markaðsherferð
Unnið er að því að ákveða hentugan lendingarstað fyrir upplýsingar um framboð hreyfiúrræða á landsvísu fyrir fólk 60 ára og eldri. Stefnt er að því að ljúka verkefninu fyrir 1. apríl 2024 og eftir það verður farið í alsherjar kynningarherferð.
Comentários