2. lEIÐAVÍSIr fyrir hreyfiúrræði
Hér má finna hugmyndir sem gætu nýst stjórnendum, til dæmis efni er varðar útlagðan kostnað í kringum hreyfiúrræði, styrkir, hvernig má nýta innviði og margt fleira.
Handbókinni má skipta í þrjá megin kafla:
-
Að hefja nýtt hreyfiúrræði
-
Efla núverandi hreyfiúrræði
-
Viðhalda hreyfiúrræði
EFNISYFIRLIT
1. Að hefja nýtt hreyfiúrræði
1.1 Fundir
1.2 Fundarefni
1.3 Útlagður kostnaður
1.4 Styrkir
1.5 Þjálfarar
1.6 Aðstaða
1.7 Praktísk atriði
1.8 Auglýsingar og kynning
1.9 Skráning og utanumhald
1.10 Annað
2. Efla núverandi hreyfiúrræði
2.1 Nýting á handbókum
2.2 Betri upplýsingaveita
3. Viðhalda hreyfiúrræði
3.1 Brottfall vs. fjölga iðkendum
3.2 Arftaki þjálfarans
1. Að hefja nýtt hreyfiúrræði
1.1 Fundir
Æskilegt er að allir aðilar sem koma að heilsueflingu eldra fólks í samfélaginu komi saman að fundarborðinu og myndi eins konar stýrihóp fyrir málefni þessa markhóps. Mikil áhersla er lögð á samvinnu og því er mikilvægt er að fá sem flesta að borði í þínu umdæmi.
Í slíkum stýrihópi gætu sem dæmi verið starfsmenn sveitarfélagsins, svo sem úr velferðaráði, öldungaráði, íþrótta- og tómstundaráði, félagsþjónustu, dvalarheimilum, íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar, íþróttafræðingar, þjálfarar og aðrir sem átt gætu í hlut. Þá er einnig æskilegt að vera í samvinnu við líkamsræktarstöðvar og íþróttamannvirki eins og sundhallir í sérhverju sveitarfélagi.
Á fundi þar sem að stýrihópur kemur saman er aðalmarkmiðið að fara í eins konar stefnumótun er varðar heilsueflingu eldra fólks í sveitarfélaginu. Ræða hvernig skal hagræða hlutunum er varðar hreyfiúrræði sem mun vaxa og dafna og vera sjálfbært í framtíðinni. Í framhaldið þarf að úthluta verkefnum á skipulagðan hátt þannig að hver og einn fundargestur fari frá borði með verkefni í höndunum þ.e. hvernig getur hver og einn nýst þessu verkefni og lagt sitt á mörkum til að setja hreyfiúrræði á laggirnar eða efla núverandi hreyfiúrræði.
Með því að mynda virkan stýrihóp innan sveitarfélagsins aukast líkur á að samfélagið haldi vel utan um málefni er varðar heilsueflingu eldra fólks til langframa. Þá er mikilvægt að það sé góð samvinna á milli allra fagaðila til að geta átt í þverfaglegum samskiptum og skapa jákvæða umgjörð fyrir þennan málaflokk.
Æskilegt er að vera með reglulega fundi til að fylgjast með framvindu verkefnisins, eins konar stöðumat. Því við megum ekki sofna á verðinum.
Nokkrar spurningar sem kunna að koma upp:
-
Er hreyfiúrræðið að henta 60+
-
Hvað má gera betur
-
Þarf að fjölga iðkendum og auglýsa betur
-
Er hægt að setja hreyfiúrræðið upp á fleiri en einum stað í sveitarfélaginu
-
Getur þjálfari aukið starfshlutfall sitt ef eftirspurnin er mikil
1.2 Fundarefni
Á fundum þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu gagnvart því sem við kemur að setja framtíðar hreyfiúrræði á laggirnar. Sem dæmi má nefna atriði eins og
-
Kostnaðarliðir
-
Styrkir
-
Skráningargjald
-
Framboð þjálfara
-
Aðstaða til hreyfingar, er laust í tímatöflu
-
Upplýsingaflæði til iðkenda
-
Hvernig má auglýsa
-
Hvernig náum við í þá sem eru ekki virkir
-
Skráningarferli og utanumhald
-
Kynningarfundur fyrir iðkendur
-
Uppsetning námskeiða o.s.frv.
1.3 Útlagður kostnaður
Nokkrar algengar spurningar sem kunna að koma upp á yfirborðið þegar velt er fyrir sér kostnaðarliðum sem tengjast því að hefja hreyfiúrræði
-
Hvað kostar að reka hreyfiúrræði eldra fólks á ári?
-
Kemur árlegt eyrnarmerkt fjármagn frá sveitarfélaginu?
-
Getur iðkandi sótt um frístundarstyrk frá sveitarfélaginu?
-
Mun íþróttahéraðið eða íþróttafélög veita fjárframlag á móti?
-
Er sótt um styrki til nærliggjandi fyrirtækja?
-
Þarf að greiða fyrir notkun á sal/aðstöðu
-
Þarf að kaupa lágmarks tækjabúnað, líkt og teygjur eða lóð
-
Verður þjálfari/ar á verktakalaunum eða á launaskrá og þá hjá hverjum?
-
Hver þurfa laun þjálfarans að vera?
-
Á iðkendagjald að vera gjaldlaust?
-
Ef iðkandi greiðir, hvert væri lágmarksgjald til að fá fé á móti styrk?
-
Á að rukka iðkendagjöld á mánaðar-, hálfsársfresti eða fyrir ársgjald?
Í raun er það mjög mismunandi eftir hreyfiúrræðum hvort að rukkað sé fullt gjald, hluti af heildargjaldi eða hvort það sé ókeypis.
Ef farin er sú leið að rukka iðkendur um fullt þátttökugjald er þetta í raun leikur að tölum til þess að finna hvar mörkin liggja, en þetta er huglægt mat hvað mætti bjóða eldra fólki að greiða mikið fé úr eigin vasa.
Tökum dæmi:
Ef um ræðir að iðkendagjald sé 2.000 kr/mán þá er hálfsársgjald 12.000 kr eða ársgjald 24.000 kr. Inni í gjaldi er miðað við hreyfingu 1-4 sinnum í viku en tekið er tillit til frídaga líkt og páskafrí, sumarfrí og jólafrí. Ef ársgjaldið er miðað við 10 mánuði þá er mánaðargjaldið 2.400 kr/mán sem gerir hálfsársgjaldið kr. 14.400,- og ársgjaldið kr. 28.800.-
Aðrir kostnaðarliðir
Hvernig má hámarka nýtingu hreyfiúrræðana þ.e. hver má hámarksiðkendafjöldi vera miðað við aðstöðu og miðað við fjölda þjálfara. Þjálfari þarf að hafa góða yfirsýn á alla iðkendur.
Hver er lágmarksfjöldi iðkenda til að geta staðið undir kostaði:
-
Laun þjálfara
-
Kaffikostnaður
-
Almennur rekstur og umsjón á aðstöðu (þrif, salernispappír o.fl.)
1.4 Styrkir
Með styrkjum í hvers lags formi má lækka iðkendagjaldið eða hægt er að hafa það ókeypis.
Dæmi um styrktaraðila:
-
Sveitarfélagið
-
Félag eldri borgara
-
Íþróttahéruð
-
Íþróttafélag
-
Fyrirtæki í nærumhverfinu
-
Samfélagssjóður EFLU | Umsókn um styrk í Samfélagssjóð EFLU | EFLA.is
-
Sótt um styrk úr íþróttasjóð | Rannsóknamiðstöð Íslands (rannis.is)
-
Sótt um styrk úr lýðheilsusjóð
-
Sótt um styrk úr borgarsjóð (Reykjavíkurborg)
Dæmi eru um að það komi styrkur frá sveitarfélaginu í formi stöðugildis fyrir þjálfara eða í formi frístundastyrks.
1.5 Aðstaða
Verkfærakista Bjarts lífsstíls byggir hreyfiúrræði eldra fólks í óslípuðu móti sem hægt er að aðlaga að hverju sveitarfélagi og hvaða staðsetningu sem er. Áhersla er lögð á að nýta innviðin sem fyrir finnast í sérhverju sveitarfélgi. Með því er átt við að nýta einstaklinga á staðnum sem hafa áhuga á að sjá um hreyfiúrræði fyrir eldra fólk, nýta sali sem eru lausir, athuga hvort það séu eyður í stundatöflu í íþróttamannvirkjum. Hreyfing getur farið fram alls staðar.
-
Nýta lausa tíma í íþróttahúsum
-
Íþróttahallir
-
Samstarf við líkamsræktarstöðvar
-
Samkomusalir
-
Félagsmiðstöðvum
-
Útisvæði
Þegar öllu er á botninn er hvolft þá er það einstaklingurinn sjálfur sem verður að hreyfa sig. Ef hindranirnar virðast vera of margar eða óyfirstíganlegar er hins vegar ólíklegra að viðkomandi hreyfi sig. En þegar nánasta umhverfi hvetur til hreyfingar finnur fólk síður fyrir hindrunum og er því líklegra til að stunda daglega hreyfingu.
Þess vegna er mikilvægt að íþróttafélög geri sér grein fyrir mikilvægi þess að vera bjóða uppá hreyfiúrræði fyrir þennan markhóp og stuðla að greiðu og góðu aðgengi að margs konar náttúrulegum svæðum til útivistar. Mikilvægt er að félagslegt umhverfi einstaklinga og samfélagshópa sé byggt upp þannig að það stuðli að hreyfingu.
1.6 Praktísk atriði
Nokkur praktísk atriði sem vert er að hafa í huga þegar hreyfiúrræði fyrir eldra fólk er sett af stað. Það er mikilvægt að huga vel að öllum iðkendum og að þeim líði vel við að stunda sína hreyfingu hvort sem það er í íþróttahúsi, líkamsrækt, félagsheimili eða öðru húsnæði. Því þarf umhverfið sem æft er í að vera með gott viðmót gagnvart eldra fólki sem og ungu fólki þannig að það geti skapast gott andrúmsloft.
Hér er listi yfir nokkra þætti sem vert er að fara yfir.
-
Er gott aðgengi utandyra inn í hús/sal
-
Eru sýnilegar merkingar á húsi til að finna rétta staðsetningu
-
Er brekka eða stigi sem þarf að ganga, eða er aðgengi að lyftu
-
Er aðgengi á salerni eða búningsklefum
-
Er fatahengi til að hengja af sér
-
Er skóhorn til staðar og stóll til að tilla sér á, ef fólk vill skipta um skóbúnað
-
Er aðgengi að krana til að fylla vatnsbrúsa
-
Er kaffiaðstaða aðgengileg eftir æfingu, þarf kaffimál o.fl.
1.7 Auglýsing og kynning
Mikilvægt þegar verið er að hefja nýtt hreyfiúrræði er að það sé vel kynnt og sýnilegt þ.e. vel auglýst þar sem óskað er eftir þátttakendum.
Nokkrir punktar hvernig má ná í iðkendur:
-
Póstlisti félags eldri borgara
-
Póstlisti íþróttafélagsins
-
Bæjarblaðið
-
Facebook/ Instragram
-
Heimasíður
-
Bera auglýsingablað í hús
-
Bjóða upp á ókeypis prufuviku
-
Vera sýnileg á dvalar- og hjúkrunarheimilum
-
Fá félagsmiðstöðvarnar í samvinnu
-
Beina auglýsingum til aðstandenda
-
Hengja upp veggspjöld:
-
Íþróttahúsinu
-
Sundlauginni
-
Heilsugæslunni
-
Félag eldri borgara
-
Félagsheimilinu
-
Í verslunum
-
Apótekið
-
Þegar nýtt hreyfiúrræði er sett af stað er nauðsynlegt að kynna það vel. Æskilegt er að halda kynningarfund fyrir eldra fólk sem auglýstur er með góðum fyrirvara. Á þeim kynningarfundi er verið að ná til eldra fólks með því að kynna sér hvað er verið að fara af stað með og því þarf kynningin að vera frekar aðlagandi. Á kynningunni sjálfri er gott að fræða eldra fólk um ávinning hreyfingar, vera með frekari hvatningu svo að áhugasamir treysti sér til að mæta og skrá sig til leiks.
Slíkir kynningafundir ætti að vera haldnir tvisvar til þrisvar á ári til að gera hreyfiúrræðið sýnilegt og í því skyni að reyna auka við iðkendafjölda. Þá er mælt með að halda kynningarfund a.mk.k á haustin í ágúst/september eftir sumarfrí og á veturnar í janúar/febrúar. Á kynningarfundi er eldra fólk að koma saman, hlusta á erindi og fá sér kaffi á eftir. Kynningin þarf að fræða eldra fólk um ávinning hreyfingar, kynna hvað er í boði og vera hvetjandi, svo að áhugasamir treysti sér til að mæta og skrái sig til leiks.
Hvað varðar auglýsingagerð er gott að hafa á bak við eyrað að hafa engar langræður heldur hafa auglýsingar stuttar, hnitmiðaðar og grípandi.
Það sem þarf að koma fram er meðal annars:
-
Hvað er að gerast
-
Hvenær
-
Hvar
-
Klukkan hvað
-
Vísa í frekari upplýsingar í síma eða netfang
Dæmi um auglýsingu:
1.9 Skráning og utanumhald
Til þess að halda utan um fjölda og upplýsingar um iðkendur er hægt að notast við margs konar tölvuforrit. Google form er mjög hentugt og heldur vel utan um allar upplýsingar, sem hægt er að uppfæra jafnóðum.
Sportabler er vinsælt skráningarkerfi hjá mörgum íþróttafélögum. Þá er einnig hægt að skrá eldra fólk sem stundar hreyfingu innan íþróttafélaga (óháð staðsetningu) inn í Sportabler sem iðkanda. Það fer síðan eftir reglum skiptinga á lottótekjum innan hvers íþróttahéraðs hvort að sá fjöldi hafi áhrif á úthlutuðum lottótekjum. Sportabler býður upp á alls kyns möguleika, auk þess sem hægt er að senda tilkynningar til iðkenda.
Þá er nauðsynlegt að hafa allra helstu upplýsingar um iðkendur.
-
Nafn
-
Heimilisfang
-
Netfang
-
Símanúmer
Hægt er að útbúa hagnýtar spurningar inn í skráningaferlinu sem munu nýtast þjálfara:
-
Aldur
-
Hversu oft hreyfir þú þig í viku
-
Hvernig metur þú getustigið þitt: kyrrseta, miðlungs þjálfun eða í góðri þjálfun
Dæmi um skráningarform er hægt að skoða hér.
Eins er sniðugt að búa til Facebook hóp þar sem hægt er að hafa yfirsýn með hreyfiúrræðinu. Hægt er að setja inn fréttir, tilkynningar, myndir og fleira. Þannig getur oft myndast skemmtilegt andrúmsloft innan hópsins sem æfir saman.
1.10 Annað
Leiðarvísirinn getur verið ótæmandi listi. Hér að ofan hafa verið nefndir nokkrir helstu þættir sem vert er að fara yfir þegar hreyfiúrræði er sett af stað.
Annað sem vert er að hafa í huga þegar hreyfiúrræði hefur verið sett á laggirnar er að samþætta það með öðrum hreyfiúrræðum í sveitarfélaginu eða hverfinu með einhvers konar samvinnu.
Þó svo að eitthvað nýtt fari af stað innan sama kjarna þarf það ekki endilega að þýða að það þurfi að skapast samkeppni.
Þegar á botninn er hvolft eru allir að vinna að sama markmiðinu sem er heilsuefling eldra fólks og það er samfélagsleg ábyrgð okkar allra að skapa jákvæða umgjörð fyrir þennan markhóp þar sem að fjölbreytileikinn og tækifæri til hreyfingar eiga að vera í fyrirrúmi.
Það er því mjög skynsamt að útbúa eina stundaskrá fyrir hvert sveitarfélag eða hverfi þar sem öll hreyfing sem er í boði er listuð niður. Slík stundaskrá þarf að vera aðgengileg á heimasíðum og reglulega birt í bæjarblöðum svo að hún sé alltaf sýnileg.
Dæmi um stundaskrá:
2. Efla núverandi hreyfiúrræði
Í mörgum bæjar-/sveitarfélögum er gott starf í gangi er varðar eldra fólk og hreyfingu. Það er þó raunin að hægt er að gera gott enn betra.
Með því að efla núverandi hreyfiúrræði eru meiri líkur á að hreyfiúrræðið vari til framtíðar.
2.1 Nýting á handbókum
Inn á vef Bjarts lífsstíls eru handbækur sem nýtast öllum þeim sem koma að heilsueflingu eldra fólks. Slíkur faglegur stuðningur getur aðstoðað þjálfurum sem og stýrihópum við að efla núverandi hreyfiúrræði.
Í handbókum er ýmist að finna stuðning handa þjálfurum í formi fræðslu, æfingasafns, skyndihjálpar svo dæmi séu nefnd. Hvernig hægt er að ná til eldra fólks og aðstandenda með auglýsingum og kynningu o.þ.h.
2.1 Betri upplýsingaveita
Vöntun er á skilvirkari upplýsingaveitu fyrir eldra fólk.
Það virðist oft á tíðum erfitt að nálgast rafrænar stundaskrár sem sýnir hvaða hreyfing er í boði. Í sumum tilfellum liggur djúpt á upplýsingum og í öðrum tilvikum áttar fólk sig ekki á hvar það á að leita. Það er því mikil áskorun fyrir alla sem sjá um hvers lags hreyfingu fyrir 60 ára og eldri að vera með sýnilega og góða upplýsingaveitu.
Verkefnastjórar leggja mikla áherslu á að allir þeir sem bjóða upp á einhvers konar hreyfingu fyrir 60 ára og eldri, sendi upplýsingar um hreyfiúrræðið á bjartlif@isi.is þannig að hægt sé að setja það inn á vef Bjarts lífsstíls þar sem öllum er aðgengilegt að skoða framboð á hreyfinu á landsvísu.
Sveitarfélögum er velkomið að deila vef Bjarts lífsstíls að vild.
Einnig hvetjum við alla þá sem sjá um hvers lags hreyfingu fyrir markhópinn að vera dugleg að auglýsa, kynna og vera sýnileg. Það má meðal annars gera með áberandi tilkynningu á heimasíðum, veggspjöldum á förnum vegi, auglýsingum með stundaskrá í bæjarblaðinu eða með bæklingum sem berast í hús.
Ef framboð á hreyfingu fyrir eldra fólk er sýnilegt eru meiri líkur á að það vekji áhuga og iðkendum fjölgi í kjölfarið.
3. Viðhalda hreyfiúrræði
3.1 Brottfall vs. fjölga iðkendum
Brottfall úr íþróttum/hreyfingu er algengt vandamál sem þarf að grípa skjótt inn í. Mikilvægt er að huga annað slagið af iðkendafjöldanum og hafa á bak við eyrað hvort grípa þurfi til einhverja aðgerða. Það að hópur eldra fólks hætti skyndilega að mæta í hreyfiúrræði eða hætti að stunda reglulega hreyfingu eins og áður getur stafað af mörgum ástæðum.
-
Þarf að uppfæra hreyfiúrræðið svo það nái til fleira fólks ?
-
Þarf að breyta eða auka við æfingatímum ?
-
Þarf að fjölga hreyfiúrræðinu á fleiri staði svo sem dvala- og hjúkrunarheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttahús, nota útisvæði o.þ.h. til að ná til breyðari markhóps ?
Mikilvægt er að fjölga tækifærum eldra fólks til hreyfingar þar sem eitt gengur ekki yfir alla og við erum jafn misjöfn og við erum mörg.
Til þess að viðhalda hreyfiúrræði þarf sífellt að vera á varðbergi og passa að það sé stöðugt og jafnt flæði á iðkendafjöldanum. Vert er að skoða tíma og aðstöðu hvort hægt sé að bæta samliggjandi tíma/tímum við þá hreyfingu sem er í boði.
Dæmi um hvernig hægt er að fjölga iðkendum er nefnt hér að ofan í kafla 1.8 Auglýsing og kynning.
3.2 Arftaki þjálfarans
Mörg dæmi eru um það að hreyfiúrræði sem hafa lifað til fjölda ára og eru vinsæl þurrkist út af borðinu á einum tímapunkti. Jafnvel af sökum aldurs þjálfara eða þjálfari flytur úr sveitarfélagi. Þá er mikilvægt að einhver taki við hópnum.
Með því að halda vel utan um allar upplýsingar er varðar hreyfiúrræðið er auðveldara að koma nýjum arftaka inn í þjálfunina.
Verkfærakista Bjarts lífsstíls kemur einnig að góðum notum fyrir nýja einstaklinga sem vilja taka að sér þjálfun eldra fólks, hvort sem menntun og fyrri störf séu að baki eða ekki.