top of page

Verkefnið Bjartur lífsstíll hlýtur styrk

Verkefnið Bjartur lífsstíll hlýtur styrk til áframhaldandi starfa frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og mennta- og barnamálaráðuneytinu.


Verkefnið hófst með stuðningi úr félags- og barnamálaráðuneytinu haustið 2021 og var nafn verkefnisins valið með það að leiðarljósi að hreyfing verði að lífsstíl hjá eldra fólki.


Áhersla hefur verið á að vinna í gegnum tengslanet félaga eldri borgara og íþróttahreyfinguna um allt land. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á samstarf við íþróttafélög, líkamsræktarstöðvar, félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Ætlunin er sú að tryggja að eldra fólki gefist alltaf kostur á hreyfingu í sínu nærumhverfi og hafa margir nú þegar nýtt sér handbækur og verkfærakistu Bjarts lífsstíls.


Á vef Bjarts lífsstíls má einnig finna yfirlit yfir alla þá hreyfingu sem er í boði um land allt fyrir eldra fólk.


Ásgerður Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og íþróttakennari, og Margrét Regína Grétarsdóttir, íþróttafræðingur, eru verkefnastjórar Bjarts lífsstíls. Ásgerður starfar fyrir hönd LEB og Margrét fyrir hönd ÍSÍ.Á myndinni eru Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, Ásmundur Daði Einarsson, mennta- og barnamálaráðherra og Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Óympíusambands Íslands. Myndin er tekin í tilefni undirritunar samnings.

6 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page