top of page

ANNAÐ

HÉR FINNUR ÞÚ ALMENNT FRÆÐSLU EFNI UM EITT OG ANNAÐ ER TENGIST HEILSU.

Inni á vef heilsuveru (heilsuvera.is) má finna heilsupróf.
,,Hvernig er staðan?" er fyrir 18 ára og eldri.
Ákvarðanir sem teknar eru daglega hafa áhrif á heilsu.
Prófið er hugsað til að hjálpa þér að meta stöðuna og beina þér í rétta átt. 
Þetta er ekki læknisfræðilegt mat. 
Hafir þú áhyggjur af heilsu þinni er rétt að leita til heilsugæslunnar. 

Afslattarbokin-mynd-980x1666_edited.jpg

01

AFSLÁTTARBÓK FYRIR FÉLAGSMENN LANDSAMBANDS ELDRI BORGARA

02

ELDRA FÓLK

Eldra fólk er í sjálfum sér breiður markhópur. Það er erfitt að segja til um við hvaða aldur fólk er gamalt því aldur er afstæður. Almennt er litið á svo að sá sem hefur lokið föstu starfi og er komin á eftirlaun sé eldri borgari. Á Íslandi er formlegur eftirlaunaaldur þegar fólk verður 67 ára.

 

Á þessum tímamótum, þegar fólk hættir að stunda launaða vinnu skapast svigrúm í tíma sem tilvalið er að nota til að hreyfa sig, hlúa að líkama og sál. Ekki er verra ef það er gert í góðum félagsskap og hlúa þannig einnig að félagslegri virkni og vellíðan. 

Morning Coffee on Terrace

03

Meðalaldur Íslendinga hækkar

Whispering to Granddad

Útlit er fyrir að hlutfall eldra fólks fari hækkandi, en áætlað er að 60 ára og eldra fólki fjölgi um 20% næstu 8 árin. Ef litið er til lengri tíma þá er áætlað að árið 2050 verði um 65% fjölgun á eldra fólki á Íslandi. Því er mikilvægt að leggja áherslu á aðgengi að hreyfingu fyrir eldra fólk þar sem að hækkandi aldri fylgir aukin tíðni ýmissa sjúkdóma auk annarra líffræðilegra þátta sem hafa áhrif á líkamlega-, andlega-, og félagslega vellíðan. 

04

Eftir því sem við eldumst

Eftir því sem mannslíkaminn eldist  getur gjarnan dregið úr líkamlegri og andlegri getu. Auk þess minnkar orkuþörf eldra fólks, aðallega vegna vöðvarýrnunar og minni hreyfingar. Talið er að eftir að 30 ára aldri er náð hækki fitumassi jafnt og þétt með hverju ári.

 

Eldra fólk er þá líklegt til að búa yfir allt að þriðjungi meiri fitumassa en það gerði áður.  Einnig má nefna rýrnun beina, en með hækkandi aldri verða bein brothættari ásamt því að tapa eiginleika sínum til þungaburðar og kalkforði líkamans fer að tapast. 

Dinner Party

05

Ungur í anda

Playing Basketball

Skemmtilegt orðatiltæki sem er svo lýsandi fyrir þetta er svo hljóðandi „Þú getur ekki komið í veg fyrir að verða gamall, en þú getur haft áhrif á hvernig þú verður gamall“.

 

Eldra fólk er eins misjafnt og þau eru mörg, því er mikilvægt að hafa viðráðanlega hreyfingu fyrir alla í boði þar sem hver og einn getur stjórnað sinni ákefð og hraða. Því það er aldrei of seint að byrja. 

06

Er hreyfiseðill eitthvað fyrir þig?

Hreyfiseðill er úrræði sem læknir skrifar upp á á sama hátt eins og um lyfseðil væri að ræða- nema skrifað er upp á ástundun hreyfingar í stað inntöku lyfja, þó hreyfingin geti einnig verið hluti af meðferð þar sem lyf koma við sögu. Algengast er að læknir skrifi upp á hreyfiseðil vegna ákveðinna sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna þar sem rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á að hreyfing sé æskilegur og jafnvel bráðnauðsynlegur hluti af meðferð. Sem dæmi þá hefur ástundun hreyfingar sýnt góðan árangur við þunglyndi, kvíða, hjartasjúkdómum, háþrýstingi, verkjum, o.fl.

NÁNAR UM EFNIÐ HÉR

Dinner Party

07

Hvernig forðumst við matarsýkingar?

Playing Basketball

Hér koma nokkur ráð til að fyrirbyggja matarsýkingar.

Heilræði gegn matarsjúkdómum

Algengustu ástæður matarsjúkdóma eru: léleg hitun, hæg kæling, að matur sé geymdur við of hátt hitastig og lélegt hreinlæti. Nokkur mikilvæg atriði má hafa í huga til að koma í veg fyrir slíkt, eins og að:

 

  • Þvo alltaf hendurnar áður en matreiðsla hefst eða við upphaf máltíða.

  • Þvo alltaf hendurnar á milli þess að ólík matvæli eru meðhöndluð.

  • Þvo alltaf hendurnar eftir salernisferðir.

  • Þvo alltaf hendurnar eftir bleyjuskipti, umönnun gæludýra og vinnu með hrátt kjöt.

  • Setja vatnsheldan plástur á sár á höndum eða nota vatnshelda hanska við matreiðslu ef eru með sár.

  • Ef nokkur möguleiki er á, útbúið ekki mat fyrir aðra ef eruð með magapest eða hálsbólgu.

  • Ólík matvæli mega ekki snertast þegar eru hrá, dæmi: salat og hrátt kjöt.

  • Þurrka blóðvatn frá kjöti og kjúklingum upp með eldhúspappír.

  • Nota ávallt hrein áhöld. Mikilvægt er að þrífa ætíð hnífa og skurðarbretti þegar skipt er úr einni gerð hráefna yfir í aðra (eða nota annað skurðarbretti og hníf).

NÁNAR UM EFNIÐ HÉR

bottom of page