top of page
Putting on hand wraps

7. skyndihjálp

EFNISYFIRLIT

1. Öryggisatriði 

2. Skyndihjálp 

    2.1. Blóðsykurfall  
    2.1. Blóðsykurfall  

    2.3 Beinbrot 

    2.4 Tognun 

    2.5 Hitaörmögnun 

    2.6 Öndunarerfiðleikar/astmi 

    2.7 Endurlífgun 

3. Skyndihjálpar app

 

1. öryggisatriði

Gæta þarf að ýmsum öryggisatriðum þegar kemur að þjálfun, eldra fólk er þar ekkert utanskilið, þar sem að slysin gera ekki boð á undan sér. Það sem þarf þó sérstaklega að hafa í huga varðandi eldra fólk eru undirliggjandi lífsstílssjúkdómar svo sem hjartveiki, nýrnabólga, sykursýki tvö o.þ.h.

 

Mikilvægt er að kynna sér einkenni helstu sjúkdóma sem kunna að herja eldra fólk til að geta brugðist rétt við ef eitthvað kemur upp á. Þá er einnig æskilegt að þeir sem sjá um þjálfun kynnist iðkendum og séu meðvitaðir um bakgrunn einstaklinga.

 

Eldra fólk getur verið á öllum getustigum, frá því að vera vel þjálfaðir einstaklingar, kyrrsetufólk og einstaklingar sem nota hjólastól eða göngugrind. Því þarf að huga að góðu aðgengi, sem dæmi, eru stigar eða lyftur í húsinu sem þarf að nota. Hvar er útgangur miðað við æfingarýmið sem er notað.

2. skyndihjálp

Mælt er með að allir þjálfarar kynni sér skyndihjálp rauða krossins. Auðvelt er að komast í aðgang að skyndihjálp með því hlaða niður snjall forriti í farsíma, heitið á snjall forritinu er „Skyndihjálp: Rauði krossinn“.

 

Það er öllum nokkuð ljóst að slysin gera ekki boð á undan sér og því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem koma að hreyfingu eldra fólks geti brugðist rétt við þegar eitthvað kemur uppá. Nokkur dæmi af helstu atburðum sem gætu komið upp hjá eldra fólki eru tekin hér fyrir.

2.1 Blóðsykurfall

1. Fáðu einstaklinginn til að drekka eða borða eitthvað með sykri svo sem sykurmola eða sælgæti, appelsínusafa eða annan sykraðann drykk.

 

Blóðsykur fólks getur orðið of lágur og það getur leitt til meðvitundarleysis. Sykur eða sætindi hjálpa til við að koma blóðsykrinum í jafnvægi og bæta ástandi. Forðastu að gefa einstaklingi með lágan blóðsykur sykurlausan drykk (diet) því slíkir drykkir koma ekki að gagni.

 

2. Hughreystu einstaklinginn. Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef þú ert í vafa eða ef ástandið lagast ekki og einstaklingurinn á erfitt með að anda eða missir meðvitund.

 

Sykursýki er ástand þar sem ójafnvægi er á sykurmagni í blóði. Í heilbrigðum líkama helst blóðsykurinn eðlilegur. Sykursjúkur einstaklingur verður að halda þessu jafnvægi með því að passa vel upp á mataræðið, taka inn lyf eða sprauta sig með insúlíni. Stundum getur fólk með sykursýki lent í blóðsykursfalli sem er lífshættulegt ástand ef ekkert er gert. Þá ber að veita viðeigandi skyndihjálp.

 

Einkenni alvarlegs blóðsykursójafnvægis: Sultur, skjálfti, þvöl húð, mikill sviti, rugl eða stjórnlaus hegðun, slappleiki eða svimi og skyndilegt meðvitundarleysi.

2.2 Brjóstverkur/hjartaáfall

1. Einstaklingurinn getur fengið viðvarandi verk fyrir brjósti (líður eins og hann sé í skrúfstykki) eða skyndilega og óútskýrð óþægindi í handlegg, háld, bak, kjálka eða kvið. Verkurinn orsakast af þrengingum í æðum sem flytja blóð til hjartavöðvans. Verkurinn hverfur ekki við hvíld.

 

2. Hringdu strax í Neyðarlínuna 112. Einstaklingurinn verður að fá læknisaðstoð eins fljótt og verða má. Brjóstverkur getur verið mjög alvarlegur og þarfnast tafarlausrar meðhöndlunar.

 

3. Gefðu einstaklingnum magnýl ef hann hefur ekki ofnæmi fyrir lyfinu. Best er að gefa töflu sem er óhúðuð.

 

4. Hjálpaðu einstaklingnum í þægilega stöðu (sitjandi á stól eða gólfi eða að hnan styðji sig við vegg eða stól). Þetta minnkar álagið á hjartað. Ef einstaklingurinn sest á gólfið minnka líkurnar á því að ahann meiði sig ef hann missir meðvitund.

 

5. Hughreystu einstaklinginn á meðan þið bíðið eftir sjúkrabílnum. Gefðu einstaklingnum magnýl ef hann er ekki með ofnæmi fyrir því.

 

Hjartaáfall verður þegar blóð nær ekki að flæða eðlilega til hjartavöðvans vegna skyndilegrar stíflu í æðum. Hjartað stafar þá ekki eðlilega. Hjartaáfall getur leitt til hjartastopps og dauða. Alvarleiki hjartaáfalls fer eftir því hversu stórt svæði í hjartanum hefur orðið fyrir skaða.

 

Einkenni hjartaáfalls: Verkur fyrir brjósti sem getur leitt út í handlegg, upp í háls og kjálka, aftur í bak og niður kviðinn, stundum er verkurinn bara á einum líkamshluta, andþyngsli og mæði, vanlíðan og sviti.

2.3 Beinbrot

1. Biddu þann slasaða að styðja við áverkann til að hindra óþarfa hreyfingu. Einnig má nota púða eða einhvern fatnað til að styðja við brotið. Stuðningur við áverkann getur minnkað sársauka og komið í veg fyrri frekari skaða.

 

2. Ef áverkasvæði er aflagað, ársaukinn er mikill eða þörf á flutningi hringdu í Neyðarlínuna 112.

 

3. Styddu við áverkann þangað til hjálp bers.

2.4 Tognun

1. Mundu að láta einstaklinginn hvíla og hreyfa útliminn eins lítið og hægt er. Kældu áverkann og ef hægt er máttu hækka undir útlim. Hér eru almennar leiðbeiningar um skyndihjálp vegna áverka á vöðvum, beinum og liðamótum.

 

2. Hvíld. Ekki hreyfa eða reyna að rétta úr útlim sem hefur orðið fyrir áverka.

 

3. Takmarkaðu hreyfingu. Styddu við útlim í stöðunni sem hann er í.

 

4. Kæling. Kældu áverkann með klaka, pökkuðum inn í umbúðir. Kælingin dregur úr bólgu og sársauka.

 

5. Hækkaðu undir útlim. Hækka má undir útlim ef það veldur ekki frekari sársauka.

 

Einkenni: Snöggar hreyfingar og rangar hreyfingar geta valdið áverkum eins og tognun á liðböndum eða vöðvum. Einstaklingurinn finnur þá til sársauka og bólga og mar getur myndast við liðamót eða í vöðva. Ef áverkinn er við liðamót getur einstaklingurinn átt erfitt með að hreyfa útlim.

2.5 Hitaörmögnun

1. Húð einstakling getur verið þvöl, föl eða rauðleit. Einstaklingurinn gæti svitnað mikið, fundið fyrir höfuðverk, ógleði, svima, slappleika og örmagnast.

 

2. Komdu einstaklingnum á svalari stað. Losaðu um eða fjarlægðu þröngan klæðnað. Leggðu kaldan, rakan klút eða handklæði á húð viðkomandi og láttu leika um hann loft. Ef einstaklingurinn er með meðvitund skaltu gefa honum kalt vatn að drekka. Gætu þess að hann drekki lítið í einu og rólega. Fylgstu með því hvort breyting verður á ástandi einstaklingsins.

 

3. Ef einstaklingurinn vill ekki drekka, hann kastar upp eða er með skerta meðvitund skaltu hringja í Neyðarlínuna 112 eða fá einhvern annan til þess að hringja.

 

Hitaörmögnun verður við vökvatap líkamans sem er afleiðing þess að fólk neytir ekki nægilega mikils vökva við vinnu eða íþróttaiðkun í miklum hita og raka.

2.6 Öndunarerfiðleikar/astmi

1. Hjálpaðu einstaklingnum að setjast í þægilega stellingu og að taka astmalyf hafi læknir ávísað þeim. Þegar fólk fær astmakast herpast vöðvarnir í öndurnarveginum saman sem gerir öndun erfiða. Innöndunarlyf slaka á vöðvunum svo loftvegurinn nær að þenjast úr aftur og einstaklingurinn á auðveldara með að anda.

 

2. Hughreystu einstaklinginn. Ef öndunarerfiðleikarnir færast í aukana, viðkomandi er ekki með lyfin sín eða skánar ekki við lyfjatöku, hringdu í Neyðarlínuna 112.

 

Vægir öndunarerfiðleikar ættu að ganga yfir á nokkrum mínútum. Ef ástandið skánar ekki eða lyfin gera ekki gagn hringdu í Neyðarlínuna 112.

 

Einkenni astma: Andþyngsli, hósti og fólk getur átt erfitt með að tala. Stundum má heyra surg og ýl við öndun. Einstaklingurinn getur fyllst ótta og kvíða þegar hann berst við að ná andanum. Í sumum tilfellum kemur blámi á varir, eyrnasnepla og naglabeð vegna súrefnisskorts í blóði.

2.7 Endurlífgun

1. Hnoðaðu 30 sinnum brjóstkassann: Þrýstu fast og hratt niður um 5 cm á miðjan brjóstkassann á ekki minni hraða en 100 hnoð á mínútu.

 

2. Blástu 2 sinnum: Hallaðu höfðinu aftur og lyftu hökunni. Klemmdu nasirnar saman og settu munninn á þér alveg yfir munn einstaklingsins. Blástu jafnt og þétt í um eina sekúndu þar til brjóstkassinn rétt lyftist. Andaðu eðlilega að þér og aftur og blástu svo strax aftur. Ef brjóstkassinn rís ekki við blásturinn skaltu halla höfðinu betur afturábak og blása aftur.

 

3. Haltu áfram að endurlífga þar til: Þú finnum skýrt lífsmark svo sem öndun. Sjálfvirkt hjartastuðtæki er tilbúið til notkunar. Sérhæft björgunarfólk eða einhver annar með þjálfun í skyndihjálp tekur yfir endurlífgunina. Þú örmagnast eða aðstæður eru ótryggðar og öryggi þínu er ógnað.

3. Skyndihjálpar App

Kennsla í notkun á Skyndihjálparappinu.

Skyndihjálparapp Rauða krossins er frítt og hægt er að sækja Android útgáfu hér og iOS útgáfu hér.

bottom of page