top of page
Verkefnastjórar heilsueflingar 60+ vilja þakka öllum þeim sem voru með okkur á ráðstefnunni, þann 16. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Mæting í sal og streymi fór fram úr okkur björtustu vonum og sama má segja um vinnustofur.
Nú er verið að vinna úr niðurstöðum vinnustofunnar, og verða þær birt hér fljótlega.
Þann 16. maí fer fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls sem er sameiginlegt verkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Landssambands eldri borgara. Ráðstefnan er unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM).
Dagskráin er sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ og áhugasama aðila um málefnið. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101 kl. 12:00 - 16:00.
(Frjáls umræða milli kl. 16:00 - 17:00).
Tekið skal fram að val er um að skrá sig á staðarfund eða á streymi, en einungis eru 140 laus sæti í salnum. Aðgangseyrir: Frítt
Þátttakendur ráðstefnunnar fá tækifæri til að hlusta á hagnýt erindi sem og að taka þátt í vinnustofu. Ávinningur slíkrar vinnustofu veitir þátttakendum kost á því að móta hugmyndir varðandi hreyfiúrræði fyrir 60+, heimfæra verkefnið yfir á sitt vinnuumhverfi og stuðla að frekari uppbyggingu og stefnumótun.
Niðurstöður úr vinnustofum verða svo nýttar til að auka fræðslu og efni á vefsíðu www.bjartlif.is sem er miðlægur gagnagrunnur fyrir þennan málaflokk.
Markmið ráðstefnunnar er að búa til vettvang þar sem þátttakendur fá tækifæri til að miðla eigin reynslu og þekkingu. Vettvangurinn getur þannig verið hvatning til aukinnar samvinnu á milli þjálfara og víkkað sjóndeildarhringinn varðandi hugmyndafræði og nýtingu á innviðum. Auk þess að vera hvatning fyrir áhugasama sem vilja stíga sín fyrstu skref í þjálfun eldri aldurshópa.
bottom of page