top of page

FYRIRLESTRAR - SLÆÐUR

Hér má finna slæður í pdf formi frá öllum fyrirlesurum að undanskildum þeim er héldu ávarp. 
Ýta á heiti erindis til að opna pdf skjal.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Ávarp

Guðmundur Ingi tók við embætti félags- og vinnumarkaðsráðherra árið 2022.
Á kjörtímabilinu 2017 – 2021 gegndi hann embætti umhverfis- og auðlindaráðherra, 2021 – 2022 félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og hefur gengt starfi ráðherra norrænna samstarfsmála síðan 2021. Guðmundur hefur setið á Alþingi frá árinu 2021 fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð í Suðvesturkjördæmi.

Guðmundur Ingi.jfif

Willum Þór Þórsson

Ávarp

Willum tók við embætti heilbrigðisráðherra árið 2021 í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Willum hefur setið á Alþingi frá árinu 2013 fyrir Framsóknarflokkin, auk þess hefur hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, allsherjar- og menningarmálanefnd og þingskapanefnd. 

Willum Þór.jpg

Helgi Pétursson

Ávarp

Helgi var kjörinn formaður Landssambands eldri borgar (LEB) árið 2021 á landsfundi sambandsins. Helgi er einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins og hefur lengi verið tengdur við hið landsfræga Ríó Tríó en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru.

Andri Stefánsson

Ávarp

Andri var ráðinn framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands árið 2021. Andri er íþróttafræðingur með meistaragráðu í íþróttastjórnun og hefur starfað hjá ÍSÍ síðan 2002, fyrst sem sviðsstjóri Fræðslu og útbreiðslusviðs ÍSÍ og síðar sem sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ. Hann hefur mikla reynslu og þekkingu á starfi íþróttahreyfingarinnar, jafnt innanlands sem erlendis, en hann hefur meðal annars verið aðalfararstjóri á Ólympíuleikum síðan 2008 og á nú sæti í Tækninefnd Smáþjóðaleika Evrópu fyrir hönd ÍSÍ.

Andri Stefansson - Copy (1).jpg

Gígja Gunnarsdóttir

Gígja er verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags (HSAM) og einnig málaflokksins hreyfingar hjá embætti landlæknis og er m.a. fulltrúi embættisins í vísindanefnd um loftslagsbreytingar. Hún er með BSc gráðu í íþrótta- og heilsufræði og meistaragráðu í lýðheilsufræði (MPH). Gígja var áður m.a. sviðsstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ og sat í framkvæmdastjórn ÍBR í 17 ár.

Gígja.JPG

Auður Ólafsdóttir

Auður er menntaður sjúkraþjálfari og starfar sem fagstjóri sjúkraþjálfunarþjónustu innan Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (ÞHÍ). Auður er einnig framkvæmdarstjóri, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Sjúkraþjálfun Styrkur ehf. ásamt því að vera stundakennari í læknadeild við námsbraut í sjúkraþjálfun hjá Háskóla Íslands.

Arnar Hafsteinsson

Arnar er íþróttafræðingur á endurhæfingadeild Landakotspítala og stundakennari við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Fyrrum forstöðumaður íþróttaakademíu Keilis. Arnar er einnig meðstofnandi tveggja sprotafyrirtækja Fort ehf, sem hyggur á forhæfingu og endurhæfingu eldra fólks og Innohealth ehf sem vinnur að þróun for- og endurhæfingatækja.

Héðinn Svarfdal Björnsson

Héðinn er með meistaragráðu í félagssálfræði og starfar sem verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ.
Héðinn er meðal þeirra sem halda utan um verkefnið „Virk efri ár“ sem ætlað er að styðja við heilsueflingu eldri íbúa Akureyrarbæjar.

Guðrún Ósk Jakobsdóttir og Guðný Erla Jakobsdóttir

Guðrún Ósk er formaður fimleikadeildar Fylkis og rekstrarstjóri Fylkissels.

Guðný Erla er menntuð leikskólakennari, situr í stjórn fimleikadeildar Fylkis og vinnur að markaðsmálum fyrir Fylki.

Saman kenna þær Guðrún og Guðný leikfimi fyrir betri borgara 65 ára og eldri í fimleikasal Fylkis í Fylkisseli auk þess að sjá um íþróttaskóla barna 3-5 ára í Fylki.

Berglind Elíasdóttir

Berglind er menntaður íþróttakennari og sér um heilsueflingu 60+ í Árborg og Hveragerði. Berglind starfar einnig við kennslu í vatnsleikfimi hjá Vatn og heilsu, hóptímakennslu í World Class, einkaþjálfun fyrir Virk-starfsenduhæfingu ásamt því að vera með endurhæfingahóp fyrir Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Fríða Karen Gunnarsdóttir og Kristján Valur Jóhannsson

Fríða Karen er menntaður íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og starfar sem verkefnastjóri Virkni og vellíðan í Kópavogi.


Kristján er meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun við Háskólann í Reykjavík og starfar sem viðskiptastjóri hjá Sportabler. Kristján hefur haft umsjón yfir mælingum á þátttakendum í Virkni og Vellíðan á vegum Háskólans í Reykjavík.

Saman munu þau Fríða Karen og Kristján fjalla um verkefnið Virkni og vellíðan sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Verkefnið er á vegum Kópavogsbæjar í samstarfi við íþróttafélögin þrjú, Breiðablik, Gerplu og HK.

Ágústa Einarsdóttir og Rut Rúnarsdóttir

Ágústa er einka- og markþjálfi, og sér um þjálfun eldri aldurshópa í Grundafirði.

Rut er spinning hóp og einkaþjálfari, og sér einnig um þjálfun eldri aldurshópa í Grundarfirði.

Saman hafa þær leitt heilsurækt fyrir eldri borgara og öryrkja í Grundarfirði í þrjú ár. Verkefnið ber nafnið heilsuefling 60+ og nýtur góðs stuðnings Grundarfjarðardeildar RKÍ.

Gunnhildur Gunnarsdóttir og Gísli Pálsson

Gunnhildur er með BSc í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík og MED kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri. Gunnhildur starfar sem grunnskólakennari í Grunnskólanum í Stykkishólmi og þjálfar 60+ ásamt því að kenna vatnsleikfimi og vera yfirþjálfari yngri flokka Snæfells í körfubolta.

Gísli er með BSc í íþróttafræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og MSc í íþrótta- og heilsufræði frá University of South Alabama. Gísli starfar sem framhaldsskólakennari við Fjölbrautarskóla Snæfellinga og kennir allt sem tengist íþróttum og lýðheilsu ásamt því að vera eigandi og þjálfari líkamsræktar- og Crossfit starfseminnar í Stykkishólmi. Þá hefur Gísli þjálfað 60+ þar til ársins 2021, en hefur gengt afleysingarstörfum samhliða núverandi starfi síðan þá.

Saman munu þau Gunnhildur og Gísli fjalla um heilsueflingu 60+ í Stykkishólmi.

Halla Karen Kristjánsdóttir og Berta Þórhalladóttir

Halla Karen er íþróttakennari og hefur starfað í yfir 30 ár í framhaldsskóla ásamt því hefur hún kennt alls kyns hóptíma og námskeið fyrir allan aldur. Árið 2018 kom Halla Karen af stað leikfimi fyrir 67 ára og eldri í Mosfellsbæ.

Berta er með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði ásamt því að vera með einkaþjálfararéttindi. Berta hefur starfað sem þjálfari frá árinu 2018 og hefur verið að kenna alls kyns hóptíma og námskeið fyrir fjölbreyttan hóp af fólki. Berta kom inn í þjálfun 67 ára og eldri með Höllu Kareni árið 2019.

Saman munu þær Halla Karen og Berta fjalla um verkefnið Heilsa og hugur í Mosfellsbæ.

bottom of page